23.1.2009 | 15:39
Sorgleg ummæli Harðar
Ég vona svo sannarlega að Íslendingar sýni samstöðu og mæti ekki meira þar sem Hörður Torfason er að mótmæla. Að láta þetta út úr sér er til skammar og sýnir að þetta snýst alfarið um reyna að halda sjáfum sér í fjölmiðlum. Það er búið að boða til kosninga .... leyfum fólki að vinna vinnuna sína núna. Og Hörður ... vona sannarlega að þú sjáir að þér og hafir manndóm til að biðjast afsökunar á þessum gífurlega ósmekklugu orðum þínum. Svo vil ég óska bæði Geir og Ingibjörgu góðs bata og kraft til að takast á við þessi veikindi.
![]() |
Hænuskref í rétta átt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkur hræsnari!
Af hverju viðurkennir þú bara ekki að þú hafi alltaf verið á móti mótmælunum og hafir aldrei mætt á þau?
Torfi Kristján Stefánsson, 23.1.2009 kl. 16:07
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.